Ég skrapp þann 5. apríl 2010 og tók nokkrar myndir. Var að leita eftir einhverju tækifæri á fugla en þeir voru ekki viljugir en þá snýr maður sér bara að þeim sem eru viljugir og eru ekkert að fara, þ.e. bátarnir. Ef heppninn er með manni þá nær maður þeim þegar þeir koma inn til lendingar eða að taka flugið ef þið skiljið hvað ég er að meina. Bætti inn nokkrum í albúm en hér eru fjórar svona til gamans.
7032 Svalan BA 27, verið að gera klárt. Hafnarfjarðarhöfn 05. apríl 2010
1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 og á bak við hann er 2350 Árni Friðriksson Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010
Þrír dráttarbátar í Reykjavíkurhöfn, Leynir, Magni og einn frá Grundartanga.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.