2714 Óli Gísla GK112landaði í dag í Hafnarfjarðarhöfn. Aflinn var um þrjú tonn og meirihluti hans var steinbítur. Óli Gísla hefur landað s.l. mánuð í Hafnarfirði og nú fer því líkast til að ljúka þar sem þeir eru að verða kvótalausir.
Á bryggjunni stóð 2199 Bibbi Jóns ÍS165 en ég held að ég halli ekki á neinn þegar ég lýsi hann sigurvegara í "Mottukeppninni".

2714 Óli Gísla GK 112 gengur frá eftir löndun. Hafnarfjarðarhöfn 27. mars 2010

2199 Bibbi Jóns ÍS 165 á bryggjunni í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarhöfn 27. mars 2010