Í stóru flotkvínni í Hafnarfirði rak ég augun í togara. Eitthvað fannst mér ég ætti að kannast við hann en var ekki viss. Sá að togarinn var nýmálaður og búið að mála á hann nafnið. Ég smellti af myndum af nafninu og skipaskrárnúmerinu. 2702 Gandí VE 171. Þegar ég skoðaði myndina heima sá ég að ofan við nafnið stendur Rex HF24. Það er sem sagt búið að setja nýja nafnið á Rex.

Gandí VE 171 ex Rex HF 24 Hafnarfjörður 23. febrúar 2010