Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.01.2010 23:00

Fuglar í Hafnarfjarðarhöfn í dag

Kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn, við kvíarnar var mikið fuglalíf.  Tugir af skörfum, toppöndum og æðarfugli.  Einn selur var þarna líka.  Þegar ég var þarna á ferð þá var farið að skyggja lítillega og ég setti vélina á 1600 iso.  Það gékk þokkalega, myndirnar svolítið grófar en allt í lagi held ég.  Þegar fuglarnir flugu af stað þá var ekki séns að ég gæti náð þeim en þessi mynd hér fyrir neðan kemur nokkuð skemmtilega út finnst mér.  "Farinn" myndin hreyfð.  Svo ég vitni í menn sem hafa deilt um fuglamyndir þá myndu þeir líklega segja að þessi mynd lýsi atferli þessa fugls nokkuð vel.  Neðsta myndin er af dílaskarfi, hann situr þarna á landfestingunni frá stóru kvínni.


Toppönd í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010


Farinn, toppönd í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010


Dílaskarfur í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 542
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759527
Samtals gestir: 54630
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 09:09:23