Um áramótin var veðrið alveg meiriháttar flott. Kyrrt og frost. Getur ekki verið betra. Ég tók slatta af myndum af fjöllunum kringum Stykkishólm. Ég gerði smá tilraunir, m.a. notaði ég hátt ISO sem gerir myndirnar m.a. svolítið kornóttar. Ég er talsvert sáttur við útkomuna á þessum myndum. Hér eru fjórar af þessum myndum og fleiri má sjá í albúmi.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.