Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.01.2010 08:10

Fréttir af Ástu B

Eins og þið munið þá birti ég myndir af Ástu B, stærsta plastbát sem Trefjar hafa smíðað.  Báturinn var seldur til Noregs og er einn eigandi bátsins Húsvíkingur.  Já, þeir koma víða við þessir Húsvíkingar. 

Ég hafði samband við Bjarna Sigurðsson eiganda.  Bjarni kvað Ástu B hafa komið til Tromsö þann 20. desember og hafi þeir náð tveimur túrum fyrir jól.  Það hafi fiskast vel.  Þeir hafi fengið á sig brælu í seinni túrnum. 
Margir hafa lýst áhyggjum sínum með bátinn, hvað hann risti m.a. grunnt.  Bjarni svaraði því til að báturinn væri mjög góður í sjó.  Lítið hafi verið að marka að skoða hann rétt eftir stjósetningu, galtómann og allir tankar tómir.  Varðandi innsiglinguna í Grindavík þar sem þeir lentu í smá vandræðum kvað hann ölduhæðina þar hafa verið 6 metra og það hafi brotið á bátnum í þrígang.  Báturinn hafi rétt sig fljótt við.  Bjarni kvað vídeóupptöku vera til af þessu atviki þar sem sést pínulítill bátur í stórsjó sem ver sig vel.  Fréttir af Ástu B og aflabrögð má sjá á þessari vefsíðu
www.nordengas.no

Á heimsíðunni má lesa um fyrstu tvo túrana hjá Ástu B, sem kanski hafa verið meira svona prufutúrar.  Eftir því sem ég skil þetta þá var fyrri túrinn fyrir jól farinn 21. desember, þeir hafi fengið 7,5 tonn.  Þeir hafi sett 21.000 króka í sjó þann dag.  Seinni túrinn var farinn 22. desember, þá fengu þeir 5,5, tonn og 15.000 krókar settir í sjó.  Þá segja þeir bátinn hafa reynst vel í þessum sjóferðum og öll tæki hafi virkað vel.


Bjarni með einn stórann


Bjarni Sigurðsson, myndir birtar með leyfi BS www.nordengas.no


Ásta B í Hafnarfjarðarhöfn

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 268
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 690601
Samtals gestir: 53362
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:48:19