Coca Cola hraðlestin var á ferðinni þann 12. desember 2009. Við feðginin fórum og kíktum á lestina og sáum hana við Smáralind. Við þurftum að bíða eftir lestinni, en meðan við biðum smellti ég nokkrum myndum. Hér eru nokkrar þeirra og fleiri má sjá í albúmi merkt Coca Cola hraðlestin.
Regndropar á framrúðunni á bílnum okkar, Turninn í baksýn. Kópavogur 12. desember 2009
Aðventuljós í bílnum okkar. Kópavogur 12. desember 2009
Coca Cola hraðlestin við Smáralind. Kópavogur 12. desember 2009
Coca Cola hraðlestin. Kópavogur 12. desember 2009
Jólaseinninn var þarna líka. Kópavogur 12. desember 2009
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.