Ásta B komin á flot. Þessar myndir eru teknar 28. nóvember 2009. Tengdafaðir minn var með mér og þegar hann sá þennan bát kvaðst hann halda að þessi yrði ekki stöðugur. Þessi mun vera sá stærsti sem frá Trefjum hefur komið, Cleopatra 50. Það er fyrirtækið Eskoy AS í Tromsö sem fær þennan fyrsta bát af þessari gerð. Báturinn verður útbúinn með línukerfi og beitningarvél og er 30 brúttótonn. Báturinn er 14,99 m. að lengd og 4,65 m. að breidd. Hann mun vera með 1000 hestafla Yanmar vel.



Asta B T-3-T í Hafnarfjarðarhöfn 28. nóvember 2009