Nú setti ég inn myndir sem ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja inn eða ekki. Þetta eru myndir sem ég tók í vinnunni þ.e.a.s. á öskudaginn 2008 og 2009. Ég tók myndir af nánast öllum börnunum sem komu og sungu fyrir nammi. Set hér inn myndir af Elínu Hönnu í sínum búningi, 2008 var hún norn en 2009 var hún öskupoki. Elfa Dögg sá um að gera öskupokann en ég sá um að gera þennan krók sem er þarna.

Nornin Elín Hanna, 06. febrúar 2008

Öskupokinn Elín Hanna, 25. febrúar 2009