Ég náði að taka nokkrar myndir þann 14. nóvember í Hafnarfjarðarhöfn af sólsetrinu. Sjón er sögu ríkari. Slatti af myndum voru settar inn í Íslandsmöppuna og Stór-Hafnarfjarðarsvæðið. Vona að þið hafið gaman af þessu þó svo mörgum finnist sólarlagsmyndir bannaðar. Það finnst mér hins vegar ekki, allar myndir eiga rétt á sér.

Sól hnígur við flotkvírnar, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009

Skarfar baða sig í kvöldsólinni, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009

Við veiðar í Hafnarfjarðarhöfn, norðurgarði, 14. nóvember 2009