Skrapp seinnipartinn í dag að Reykjavíkurhöfn. Þar var Júpíter nýkominn úr slipp og Álsey komin í slipp. Tók nokkrar myndir þó það væri farið að skyggja svolítið. Þið takið viljann fyrir verkið. Hér að neðan eru tvær myndir, önnur er tekin af Júpiter ÞH363 nýmáluðum og nýkomnum úr slipp. Neðri myndin er af varðskipinu Ægi og Baldri framan við nýju tónlistarhöllina sem er enn í smíðum. Fleiri myndir í albúmi.

2643. Júpiter ÞH 363 í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009

Varðskipið Ægir og Baldur við nýju tónlistarhöllina, í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009