Ég kíkti smá hring í gær, 24. október. Fyrst keyrði ég í Þorbjörn en náði ekki að mynda neinn fuglinn þar en byrtan á orkuverinu var flott og smellti ég því myndum af orkuverinu úr Þorbirni. Á heimleiðinni ákvað ég að keyra Vatnsleysuströndina til baka. Þá var sólin kominn ansi neðarlega en mér fannst birtan flott. Smellti myndum af þessum eyðibýlum og kirkjunni. Myndirnar eru svolítið dökkar en þannig sá ég þetta og held að þessar myndir sýni vel hvernig birtan var á þessum tíma. Alla vegna er ég sáttur við útkomuna. Setti fleiri myndir inní Íslandsmöppuna.
Orkuverið við Bláa Lónið, 24. október 2009
Ásláksstaðir Vatnsleysuströnd, 24. október 2009
Á Vatnsleysuströnd, 24. október 2009
Kálfatjarnarkirkja á Vansleysuströnd, 24. október 2009
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.