Þegar ég var staddur á Álftanesinu þann 20. september veitti ég þessari flugvél athygli þar sem hún hóf sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli. Hún sveigði svo í áttina til mín og þar sem var nokkuð skýjað hugsaði ég mér að ná henni með bláan himin í baksýn. Það tókst nánast en ég ákvað að halda áfram að mynda og svo komu skýin. Þegar ég skoðaði svo myndirnar fannst mér myndin þar sem flugvélin er ofan við skýin flottari. Ég set því þessar tvær inn svona til samanburðar. Þetta eru ekkert sérstakar myndir en eins og ég hef áður sagt þá mynda ég allt nú til dags og hef gaman af.


Áætlunarflug 20. september 2009.