Ég hef reynt að fara og mynda eins og tíminn hefur leyft. Það hefur nú ekki alltaf verið sól en það er reyndar svo að það er ekki alltaf sól á Íslandi. Þurfa allar myndir að vera teknar í sól? Ekki finnst mér það og því setti ég inn nokkrar sem hafa verið teknar núna á síðustu dögum. Þegar ég tók fyrstu mynd hér að neðan þá var skýjað og súld. Sólin náði þó að skína lítillega í gegnum skýin. Hér náði sólin í gegn og lýsti upp Hamraborgina og þegar ég sá þetta datt mér strax í hug Alcatras. Á annarri myndinni er ég staddur í Grafarvogi fannst mér þetta geta orðið þokkalegasta mynd fyrir utan alla ljósastaurana. Á þriðju myndinni sá ég regnbogann og endinn á honum var yfir Flensborgarskóla. Sagt er að við enda regnbogans sé gull! Er ekki menntun gulls ígildi þannig að það er kanski eitthvað til í þessu. Fleiri myndir eru í Íslandsmöppunni.

Alcatras? Myndin tekin 19. september á Álftanesi.

Skuggamyndir. Myndin er tekin 13. september í Grafarvogi.

Flensborg í Hafnarfirði 19. september 2009