Nú eru allar fuglamyndirnar sem ég set inn í bili komnar inná síðuna mína. Þetta urðu alls 98 tegundir fugla. Eins og áður segir eru þarna myndir í mismiklum gæðum, þá eru þarna mjög sjaldgæfir fuglar m.a. pálmaskríkja og blámaskríkja en það eru fuglar sem ekki einungis voru að sjást í fyrsta skipti á Íslandi heldur einnig í fyrsta skipti í Evrópu. Vona að ykkur líki þessi litla breyting hjá mér. Næst skoða ég að taka saman bátana þ.e. að skipta þeim upp í flokka t.d. trébátar, plastbátar, stálbátar og skemmtibátar svo eitthvað sé nefnt. Það yrði einnig til hægðarauka fyrir bátaáhugamenn, held ég. Hér er svo ein mynd úr safninu.

Óðinshani, Flatey á Breiðafirði 05. júlí 2005