Ég hef verið frekar slappur í að setja inn myndir en er að vinna í að breyta smá hjá mér. Það krefst að vísu smá tíma. Meiningin hjá mér er að breyta fuglamöppunni þannig að það verði mappa fyrir hvern fugl fyrir sig en þetta verði ekki allt í einum haug eins og núna. Ætla svo að skoða hvort ég breyti einhverjum fleiri albúmum á svipaðan hátt til að þær verði ekki of stórar. Set hér eina mynd af mér sjálfum síðan 1964 að ég tel því myndin er framkölluð í febrúar 1965 og það er enginn snjór á myndinni. Hún hefur því verið tekin sumarið áður að ég tel. Þarna hef ég því verið þriggja ára. Þessi mynd er að sjálfsögðu tekin í garðinum í Hulduhól og þarna sér í gatnamótin á Uppsalavegi og Garðarsbraut. Ekki þekki ég bílinn sem þarna er en glæsikerra er það.
