Ekki er langt síðan mikið var um mótmæli á Austurvelli. Þann 04. ágúst fórum við fjölskyldan niður á Austurvöll, ekki til að fylgjast með mótmælum heldur swingdansi. Að horfa á dans í stað mótmæla er miklu flottara og ánægjan skein út úr hverju andliti, jafnt dönsurum sem áhorfendum. Setti inn myndir af þessum dönsurum en þeir byrjuðu á Austurvelli, færðu sig síðan yfir á Lækjatorg og enduðu á Ingólfstorgi. Lúðrasveitin Svanur lék undir.

Swing á Austurvelli, 04. ágúst 2009

Swing á Lækjatorgi 04. ágúst 2009

Swing á Ingólfstorgi 04. ágúst 2009