Ein saga af mér sjálfur. Aðfaranótt 04. júlí s.l. þá var eitthvað droll á mér og þegar kom að því að fara að sofa um kl. 02:00 þá var mér litið út um gluggann og sá að það var fallegt sólsetur. Í stað þess að fara að sofa sem hefði verið gáfulegra þá fór ég út með myndavélina. Veðrið var frábært, logn og blíða. Sólsetrið flott og ekki undan neinu að kvarta. Fyrstu myndina tók ég kl. 02:19. Ég hélt svo áfram framundir morgun. Síðustu myndina tók ég kl. 04:37 og komst lokst heim kl. 05:00. Svona hef ég ekki gert áður, þ.e. að vera á ferðinni bara til að taka myndir en ég á örugglega eftir að gera þetta aftur. Bjó til nýtt albúm sem ég kalla sólsetur og dagrenning. Þar eru nokkrar myndir. Hér má svo sjá tvær myndir.
Bessastaðir í næturkyrrðinni, 04. júlí 2009
Elliðavatnsbærinn, 04. júlí 2009