Á göngu minni að morgni 28. júní 2009 sá ég þennan unga "hvaðveiðimann". Þessi unga skytta heitir Skírnir Kristjánsson 4 ára. Hann bar sig óaðfinnanlega að við veiðarnar og þarna er hann að hleypa af. Ekki gott að segja hver veiðin var miðað við stefnu skutulsins en eigum við ekki bara að segja að það hafi verið svolítið langt í stórhvelið og því þurfti að beina byssunni uppávið.

Skírnir Kristjánsson 4 ára hvalaskytta. Stykkishólmur 28. júní 2009