Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

30.06.2009 13:56

Indæll þrastarsöngur, gaggalagaggalagóóóó

Má til með að setja hér inn smá sögu sem tengist þessum hana hér á myndinni.  Þannig var að frábær hjón sem ég þekki og eru búsett í Stykkishólmi voru á göngu í Skógræktinni fyrir ofan Stykkishólm.  Maðurinn hefur þá á orði við konuna sína, heldurðu að það sé nú munur að vera hér á göngu í skóginum og heyra indælan þrastarsögn.  Konan (hissa) svaraði að bragði, þrastarsöng, þetta er haninn hans Geira. 


Gaggalagaggalagóóóó........þrekvaxni haninn hans Geira

Af þessu tilefni samdi Einar Steinþórsson tengdafaðir minn eftirfarandi:

Skelegg við löbbuðum skógargöng,
mér er skylt að láta ykkur heyra.
Það sem ég nam sem þrastarsöng
var þrekvaxni haninn hans Geira.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6934
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765919
Samtals gestir: 54780
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 21:30:16