Má til með að setja hér inn smá sögu sem tengist þessum hana hér á myndinni. Þannig var að frábær hjón sem ég þekki og eru búsett í Stykkishólmi voru á göngu í Skógræktinni fyrir ofan Stykkishólm. Maðurinn hefur þá á orði við konuna sína, heldurðu að það sé nú munur að vera hér á göngu í skóginum og heyra indælan þrastarsögn. Konan (hissa) svaraði að bragði, þrastarsöng, þetta er haninn hans Geira.

Gaggalagaggalagóóóó........þrekvaxni haninn hans Geira
Af þessu tilefni samdi Einar Steinþórsson tengdafaðir minn eftirfarandi:
Skelegg við löbbuðum skógargöng,
mér er skylt að láta ykkur heyra.
Það sem ég nam sem þrastarsöng
var þrekvaxni haninn hans Geira.