Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

29.06.2009 10:10

Fiðrildi

Mikið hefur verið um flækingsfiðrildi hér á landi síðustu tvo mánuði.  Aðallega hefur verið um þistilfiðrildi að ræða en þó hafa slæðst með eitt og eitt aðmírálsfiðrildi.  Ekki hef ég heirt hvort fleiri tegundir fiðrilda hafi sést en þó má það alveg vera.  Til að þið vitið hver munurinn er á þessum fiðrildum þá eru hér myndir af þeim báðum.  Myndin af þistilfiðrildinu var tekin í Flatey á Breiðafirði þann 18. júní 2009 en myndin af aðmírálsfiðrildinu var tekin við bæinn Heiði í Biskupstungum fyrir mörgum árum síðan.  Eins og þið sjáið þá er talsverður munur á þessum fiðrildum, aðmírállinn er miklu dekkri á litinn.  Þess má geta að þann 28. júní 2009 var ég í Stykkishólmi og sá þá þistilfiðrildi.  Ég eltist við það og tók myndir, síðar sá ég "það" aftur og myndaði aftur, í þriðja skipti sá ég "það" og myndaði.  Þegar ég skoðaði myndirnar heima sá ég að þetta voru þrjú fiðrildi en ekki eitt.  Þó sá ég aldrei nema eitt í einu.  Eitt annað sá ég en fann það ekki svo ég veit ekki hvort þar var fjórða fiðrildið.


Þistilfiðrildi


Aðmírálsfiðrildi

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 6934
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 765919
Samtals gestir: 54780
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 21:30:16