Á ferð minni í Stykkishólm og Flatey þá urðu einhverjir bátar á vegi mínum og smellti ég af nokkrum römmum. Í Flatey sá ég Lóminn, en mér finnst hann ekki sá fallegasti. Í Stykkishólmi hins vegar fann ég bát sem mér finnst sá fallegasti á landinu í dag, það er hann Valtýr. Það eru örugglega skiptar skoðanir á því hvað er fallegur bátur og hvað ekki en þetta er mín skoðun. Hér eru þrír misfallegir. Fleiri myndir í albúmi.

7627 Lómur, ekki sá fallegasti. Flatey á Breiðafirði 18. júní 2009

"Víkingaskútan" Valtýr, að mínu mati fallegasti bátur á landinu. Stykkishólmur 19. júní 2009

1426. Guðmundur Jensson SH 717. Stykkishólmur 19. júní 2009