Bætti inn talsvert mörgum myndum í Flateyjarmöppuna. Hér má sjá þrjár myndir úr því safni. Á fyrstu myndinni má sjá bókhlöðuna eða bókasafnið, sem var fyrsta bókasafn sem reist var á Íslandi. Undanfarinn mánuð hefur verið mikið um þistilfiðrildi sem sjá má á annarri myndinni. Þistilfiðrildi hafa sést um allt land og þann 18. júní sá ég eitt þeirra í Flatey og náði þessari mynd af því. Þistilfiðrildi koma hingað til lands frá suður-Evrópu, sjá nánar
hér. Þriðja og síðasta myndin er svo af grásleppuhjalli. Það þarf ekki alltaf nýjustu vélar til að framleiða lúxusmatvæli.

Bókhlaðan í Flatey 18. júní 2009

Þistilfiðrildi var í Flatey 18. júní 2009

Eðalmatvæli í vinnslu, 18. júní 2009