Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.06.2009 21:35

Ættarmót í Stykkishólmi

Ættarmót niðja Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar var haldið í gamla íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 20. júní 2009.  Held ég geti sagt að þarna hafi allir haft gaman af að hitta ættingja og vini.  Farið var í Stykkishólmskirkju en á altarinu eru kertastjakar sem börn þeirra og fjölskyldur gáfu þegar kirkjan var vígð þann 06. maí 1990.  Þá var farið í kirkjugarðinn og þar settur krans á leiði þeirra hjóna og kveikt á kerti.  Að því loknu fóru þeir sem vildu að Tangargötu 1 en þar bjuggu þau hjónin.  Til ykkar tengdafólk mitt og öll viðhengi þeirra, takk fyrir mig og mínar.  Myndir frá ættarmótinu eru í albúmi.  Myndirnar teknar 20. júní 2009.


Annar kertastjakinn á altarinu í Stykkishólmskirkju.  Á plötunni stendur: STYKKISHÓLMSKIRKJA 6. maí 1990.  Í minningu hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar frá Bjarneyjum.  Börn og fjölskyldur.


Leiði þeirra Jóhönnu og Steinþórs í Stykkishólmskirkjugarði.


Tangargata 1, Stykkishólmi.  Þarna bjuggu Jóhanna og Steinþór.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1743
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 760728
Samtals gestir: 54708
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 13:35:27