Ættarmót niðja Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar var haldið í gamla íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 20. júní 2009. Held ég geti sagt að þarna hafi allir haft gaman af að hitta ættingja og vini. Farið var í Stykkishólmskirkju en á altarinu eru kertastjakar sem börn þeirra og fjölskyldur gáfu þegar kirkjan var vígð þann 06. maí 1990. Þá var farið í kirkjugarðinn og þar settur krans á leiði þeirra hjóna og kveikt á kerti. Að því loknu fóru þeir sem vildu að Tangargötu 1 en þar bjuggu þau hjónin. Til ykkar tengdafólk mitt og öll viðhengi þeirra, takk fyrir mig og mínar. Myndir frá ættarmótinu eru í albúmi. Myndirnar teknar 20. júní 2009.

Annar kertastjakinn á altarinu í Stykkishólmskirkju. Á plötunni stendur: STYKKISHÓLMSKIRKJA 6. maí 1990. Í minningu hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttur og Steinþórs Einarssonar frá Bjarneyjum. Börn og fjölskyldur.

Leiði þeirra Jóhönnu og Steinþórs í Stykkishólmskirkjugarði.

Tangargata 1, Stykkishólmi. Þarna bjuggu Jóhanna og Steinþór.