Held áfram að setja inn myndir frá Flatey. Ýmsar uppákomur eru haldnar í Flatey. Þann 12. júní hélt Lúðrasveit Vesturbæjarskóla og Miðbæjarskóla tónleika í Félagsheimilinu. Sveitin lék ýmis þekkt lög m.a. Mission Impossible, James Bond og ættjarðarlög þar sem áhorfendur voru beðnir um að syngja með. Þessir tónleikar voru frábærir.
Ferming var haldin í Flateyjarkirkju þann 13.06.2009. Dagný Rún Þorgrímsdóttir fermdist og var safnað saman í kirkjukór með þeim sem voru í Flatey. Þess má geta að fjórir aðilar sem tengjast mér voru í þessum kór, tengdamamma, tengdapappi, konan mín og dóttir. Eftir því sem ég kemst næst þá gekk þetta vel fyrir sig og kórinn kom vel út.
Á hverju ári eru menn á vegum Náttúrufræðistofnunar við rannsóknir í Flatey. Þeir fylgjast með öllu fuglalífinu í eyjunum. Helsta verkefni þessa hóps er þó að fylgjast með hrossagauknum. Ég rölti með þeim og tók myndir en þeir ætluðu að skoða stokkandarhreiður. Þeir náðu kollunni og merktu. Þarf að skoða það ef þeir eru enn í eynni þegar ég kem að fara með þeim í eina rannsóknarferð.
Miklar framkvæmdir eru framundan í Flatey en það á að fara að laga veginn frá bryggjunni og inn í þorp. Þetta er mikil framkvæmd og kemur ferjan Baldur þar mikið við sögu því hún hafa flutt allt efni út í Flatey.
Ungir krakkar setja gjarnan upp sölubása og selja skeljar, steina, glerbrot o.fl. dót sem þau finna í fjörunni. Salan gengur svona misvel en allir selja þó eitthvað held ég.
Hér eru nokkrar "fréttamyndir" úr Flatey.

Lúðrasveit Vesturbæjarskóla og Miðbæjarskóla. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009

Dagný Rún fyrir miðri mynd brýtur saman kirkjudagskrána.
Flatey á Breiðafirðir 12. júní 2009

Rannsóknarvinna. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009

Á þessari mynd af bryggjunni og frystihúsinu sjást allir pokarnir sem búið er að flytja út í Flatey.
Flatey á Breiðafirði 11. júní 2009.

Ungir sölumenn í Flatey, 13. júní 2009