Eins og ég sagði áðan þá hef ég verið staddur út í Flatey á Breiðafirði sem er alger paradís. Hef tekið mikið af myndum af húsunum o.fl. Nú byrjaði ég að taka myndir af hurðum í Flatey, skiltum í Flatey og svona má lengi halda áfram. Hér má sjá nokkrar myndir en ég bætti 140 myndum inn í Flateyjaralbúmið og þær eiga líklega eftir að verða fleiri því ég er á leið aftur út í Flatey.
Bentshús. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009
Alheimur. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009
Einarshús. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009
Fjárhúsin þeirra Hafsteins og Línu. Flatey á Breiðafirði 12. júní 2009
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.