Ég hef lítið verið á ferðinni undanfarið. Ég skrapp þó í Fossvogskirkjugarð annan í páskum. Þar er vor í lofti, mikill fuglasöngur og krókusar spretta sem aldrei fyrr. Hér er ein mynd hér af Baldvini Njálssyni GK 400 á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn þann 11.04.2009.

Svartþröstur með orm. Myndin tekin 13.04.2009 í Fossvogskirkjugarði.

Krókusar í Fossvogskirkjugarði. Myndin tekin 13.04.2009.

Baldvin Njálsson GK 400 á leið inn í Hafnarfjarðarhöfn. Myndin er tekin 11.04.2009.