Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.03.2009 21:21

Straumur

Í tvígang hef ég farið að skoða bát sem er ekki langt frá Straumi n.t.t. við Glaumbæ.  Þarna er um björgunarbát að ræða, yngri en þann sem ég hef þegar myndað við Elliðavatn.  Þessi er talsvert heillegri.  Þann 07.mars fórum við fjölskyldan í göngutúr þarna á svæðinu kringum Straum.  Þarna er mikið að mynda og var ég búinn að kynna mér aðeins staðhætti með því að fara inn á www.ferlir.is en þar eru krot, frásagnir og ýmis fróðleikur af þessu svæði.  Þetta höfðum við með okkur í þennan göngutúr okkar og gerði það ferðina á þessu svæði mun áhugaverðari.  Setti inn slatta af myndum frá þessu svæði.  Hér koma tvær myndir úr ferð fjölskyldunnar.


Hér má sjá alla fjölskylduna við björgunarbátinn.  Myndin tekin 07.03.2009.


Eitt af húsunum sem er þarna.  Myndin tekin 07.03.2009.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1728
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 760713
Samtals gestir: 54705
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 13:14:11