Tók nokkrar myndir niður við sjó. Sóley á innleið og þegar hún bar í garðinn sem ég stóð á þá gat ég ekki stillt mig um að taka mynd þar sem skipið er báðum megin við garðinn. Það er eins og garðurinn, (vegurinn) fari yfir Sóleyna. Þá myndaði ég hvalabátana við Reykjavíkurhöfn. Fleiri myndir eru í albúminu Skip og bátar. Myndirnar teknar 28. febrúar 2009.



