Í nágrenni við Hafnarfjörð eru fjórir "hobbýbændur" sem eru að reyna að rækta upp ferhyrndan kindastofn. Ég rakst á einn eigandann og hann sýndi mér hrútana þeirra. Glæsilegar skepnur. Sá nokkrar ferhyrndar kindur þarna en horn þeirra voru ekki eins tilkomumikil og hrútanna svo ég sleppti að taka myndir af þeim. Kem líklega til með að skreppa þarna einhverntíman aftur og taka fleiri myndir.

