Skrapp í Stykkishólm 7-8 febrúar s.l. og á heimleiðinni þann 08.02. tók ég þessar myndir. Setti þær inní Íslands-albúmið. Tel mig hafa náð þeirri stemningu sem ég upplifði á leiðinni, kyrrð. Í fyrstu voru það síðustu sólargeislarnir sem lýstu á fjöllin en svo var það tunglið og snæfiþaktir fjallstindar.

Þessi mynd er tekin rétt hjá Skildi. Tekin 08.02.2009.

Þegar ég hafði ekið yfir Vatnaleiðina og var að nálgast Vegamót þá horfði ég á tunglið og fannst ég þurfa að festa þetta á mynd. Myndin er tekin 08.02.2009.

Seinna var þessi sýn á vegi mínum, snæviþakinn fjallstindur og tunglið fyrir ofan. Myndin tekin 08.02.2009.