Það var sól í dag og frábært veður. Gaf mér smá tíma til að taka myndir. Þegar sólin var búinn að lita skýin bleik og ég sá þessar álftir fannst mér þetta "svo sætt", tvær hvítar álftir að synda á bleiku vatni. Hin myndin sem ég set hér er af nokkrum máfum á flugi í átt að sólsetrinu. Getur þetta verið væmnara?

Álftir á Skógtjörn. Myndin tekin 18.01.2009.

Máfar á flugi inn í sólsetrið. Myndin tekin á Hlíðsnesi 18.01.2009.