Skrapp til Húsavíkur um síðustu helgi, svona rétt til að sjá hvort ég rataði ekki. Eitthvað tók ég af myndum en á sjálfur eftir að sjá afraksturinn. Ef afraksturinn er boðlegur þá fáiði að njóta hans en ef ekki þá verða gamlar myndir að duga. Á Húsavík var allt hvítt af snjó þó hann væri nú ekki mikill. Set hér inn eina gamla mynd frá Húsavík. Snjónum úr bænum var oft sturtað í sjóinn inn í höfnina, n.t.t. við gamla sláturhúsinu. Þarna sér í hluta snjóhaugsins sem er eitthvað farinn að láta á sjá.
