Hef haft svolítið gaman af að taka myndir þar sem tíminn er ekki alveg sýnilegur, ef svo má að orði komast. Hér eru tvær, önnur af seglskútu á leið út á Skjálfanda og á hinni eru tveir litlir bátar sem eru með segl uppi. Þessir tveir eru vélarlausir og því eins og bátarnir voru í gamla daga. Nei, þetta eru ekki gamlar myndir, þær voru teknar um Mærudagana á Húsavík.

