Ég fór í óvissuferð með vinnufélögum þann 03. október s.l. Það var snjór eins og sést á myndunum en veðrið var frábært. Ég setti inn nokkrar myndir frá þessari ferð. Ekki sést mikið af vinnufélögunum en þó glittir í þá á sumum myndunum. Við fórum í Selvog og Strandarkirkju, borðuðum svo kjötsúpu í T-Bæ.
Þessa mynd klippti ég út úr annarri mynd því þetta er eina myndin af mér sem ég tók sjálfur. Ég er sem sagt þessi vinstra megin, með myndavélatöskuna dinglandi utaná mér og myndavélina í andlitinu. Fleiri myndir má sjá í albúmi sem ég kalla Óvissuferð.........
