Hér er ein mynd sem mig langar til að sýna ykkur. Myndin er í þremur útfærslum, fyrsta myndin er sú rétta. Það sem mig langar til að sýna ykkur er hvernig ein mynd getur breyst eftir því hvernig viðgangsefnið er á myndinni.
Á fyrstu myndinni sést steindepillinn elta flugu (flugan sést þarna framan við fuglinn). Mér finnst þessi mynd nokkuð skemmtileg en vandamálið við hana er að fuglinn er vinstra megin í myndfeltinum og það er eins og hann sé að fljúga út úr myndinni.

Á þessari mynd færði ég fuglinn og fluguna alveg til hægri. Hér má sjá að fuglinn er að fljúga inn í myndina.

Hér setti ég fuglinn og fluguna fyrir miðri mynd. Nú getiði skoðað hvaða mynd ykkur finnst best. Það er ekkert í bakgrunninum sem truflar og því gott að nota þessa mynd til að skoða þessa þrjá möguleika. Þetta þarf svolítið að hafa í huga þegar myndir eru teknar hvar aðal viðfangsefnið á að vera staðsett í myndfletinum.
