Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.10.2008 23:16

Hvar í myndfletinum?

Hér er ein mynd sem mig langar til að sýna ykkur.  Myndin er í þremur útfærslum, fyrsta myndin er sú rétta.  Það sem mig langar til að sýna ykkur er hvernig ein mynd getur breyst eftir því hvernig viðgangsefnið er á myndinni.
Á fyrstu myndinni sést steindepillinn elta flugu (flugan sést þarna framan við fuglinn).  Mér finnst þessi mynd nokkuð skemmtileg en vandamálið við hana er að fuglinn er vinstra megin í myndfeltinum og það er eins og hann sé að fljúga út úr myndinni.



Á þessari mynd færði ég fuglinn og fluguna alveg til hægri.  Hér má sjá að fuglinn er að fljúga inn í myndina. 


Hér setti ég fuglinn og fluguna fyrir miðri mynd.  Nú getiði skoðað hvaða mynd ykkur finnst best.  Það er ekkert í bakgrunninum sem truflar og því gott að nota þessa mynd til að skoða þessa þrjá möguleika.  Þetta þarf svolítið að hafa í huga þegar myndir eru teknar hvar aðal viðfangsefnið á að vera staðsett í myndfletinum.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1743
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 760728
Samtals gestir: 54708
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 13:35:27