Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.10.2008 22:13

Flatnefur

Skrapp í dag, við annan mann, austur í Höfðabakka í Mýrdal til að skoða einn fugl.  Ekki gekk okkur vel að finna fuglinn.  Fuglinn einfaldlega var ekki á "réttum" stað.  Við leituðum því víða á svæðinu en allt kom fyrir ekki.  Rétt áður en við ákváðum að halda heim á leið fórum við aftur á upphafspunktinn og hvað haldiði, þarna var vinurinn mættur og lá við að hann gerði grín af okkur.  Náðum að smella af nokkrum myndum.  Þessi fugl heitir flatnefur.  Frekar stór vaðfugl eins og sjá má.  Hér eru tvær myndir af fuglinum góða og fleiri má finna í fuglaalbúminu.


Flatnefurinn sest rétt hjá álftum.

Hér getiði séð hvernig goggurinn er flatur að framan, líkur skeið.  Myndirnar teknar 11.10.2008.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1743
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 760728
Samtals gestir: 54708
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 13:35:27