Skrapp í dag, við annan mann, austur í Höfðabakka í Mýrdal til að skoða einn fugl. Ekki gekk okkur vel að finna fuglinn. Fuglinn einfaldlega var ekki á "réttum" stað. Við leituðum því víða á svæðinu en allt kom fyrir ekki. Rétt áður en við ákváðum að halda heim á leið fórum við aftur á upphafspunktinn og hvað haldiði, þarna var vinurinn mættur og lá við að hann gerði grín af okkur. Náðum að smella af nokkrum myndum. Þessi fugl heitir flatnefur. Frekar stór vaðfugl eins og sjá má. Hér eru tvær myndir af fuglinum góða og fleiri má finna í fuglaalbúminu.

Flatnefurinn sest rétt hjá álftum.

Hér getiði séð hvernig goggurinn er flatur að framan, líkur skeið. Myndirnar teknar 11.10.2008.