Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.06.2008 02:10

100 ára afmæli Hafnarfjarðar, seinni hluti

Loksins kemur meira frá 100 ára afmæli Hafnarfjarðar.  Margt var að gerast og tók ég myndir bæði 31. maí  og 01. júní sem jafnframt var sjómannadagurinn.  Margt var til skemmtunar.  Þar sem myndir frá fyrri deginum eru þegar hér inni geri ég nú seinni deginum aðeins skil.  Ég og Elín Hanna fórum á sjóinn með bátnum Fagrakletti.  Um borð í  bátnum voru sjóræningjar og gátu þeir engan vegin komið sér saman um hver væri skipstjóri á þessu bát.  Þeir drukku ótæpilega af rommi, dönsuðu og sungu.  Þá fylgdumst við með dansi frá krökkum úr DÍH (Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar).  Þá sungu Lúdó og Stefán nokkur lög.  Elín Hanna þurfti svo að mæta í Haukahúsið en þar mættu flestallir kórar Hafnarfjarðar og sungu.   Þetta var glæsileg afmælisveisla hjá Hafnarfjarðarbæ.  Talsvert af nýjum myndum komið inn í albúmið.


Afmælistertan, hér aðeins orðin 75 metra löng en varð 100 metrar. 
Myndin tekin 01. júní 2008.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 542
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 759527
Samtals gestir: 54630
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 09:09:23