Nú er hátíð í bæ. Hafnarfjarðarbær er 100 ára og mikið um að vera í bænum. Ég og Elín Hanna skruppum í bæinn í gær 31. maí og tókum nokkrar myndir. Myndirnar sem Elín Hanna tók eru svona inn á milli. Margt var til skemmtunar. Enduðum á tónleikum en þegar við höfðum hlustað á þrjár hljómsveitir þar á meðal einhverja stúlknahljómsveir svo Bermúda og að lokum Veðurguðina en þá gáfumst við upp eftir langan dag. Tónleikarnir stóðu til kl. 23:00 um kvöldið og áttu víst margir eftir að koma fram. Kíkiði á myndirnar.

Veðurguðirnir tóku að sjálfsögðu Bahama ------- eyja. Myndin tekin 31.05.2008 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.