Náði myndum af hettumáfum sem voru að slást. Myndirnar eru nú ekki alveg hundrað prósent skarpar en ég setti þær samt inn. Hér má sjá eina af myndunum.
Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.