Farfuglarnir koma með hækkandi sól og þá er gaman, alla vegna fyrir mig. Náði nokkrum myndum hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Margæsirnar koma við hér á landi á vorin og haustin. Það koma stórir hópar af margæsum og mikill fjöldi þeirra kemur við á Álftanesinu, við Skógtjörn og Bessastaði svo einhverjir staðir séu nefndir. Fleiri myndir inní fuglamöppunni.

Margæsir og Bessastaðir, myndin er tekin 19.04.2008 við Skógtjörn.

Dvergmáfur í miðjunni og hetturmáfar. Myndin er tekin 20.04.2008 við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.