Ég var að átta mig á að fyrir einum mánuði síðan, n.t.t. 12. mars, hafði ég haldið þessari síðu úti í eitt ár. Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi gengið mjög vel. Vona að þið hafið haft gaman af, það hef ég. Hér er ein mynd af mér þegar ég er yngri, þó aðeins eldri en eins árs. Það er að sjálfsögðu saga á bak við þessa mynd. Ég hafði verið í einhverju brjáluðu skapi, öskrandi og grenjandi. Eina leiðin til að hugga mig var að leyfa mér að fara í úlpuna hans stóra bróður og taka mynd af mér. Eins og þið sjáið þá var það ég sem fann upp Colgate-brosið.
