Þurfti að skreppa í Reykjanesbæ í gær og ákvað í leiðinni að kíkja eftir fuglum. Nóg var af þeim en fátt varð um myndatöku. Hins vegar vaknaði áhugi minn fyrir því að mynda alla þá báta sem ég sá á bryggjunni í Sandgerði, bátar sem eru orðnir frekar þreyttir. Aðrir bátar sem ég sá voru þá myndaðir í leiðinni. Þá skrapp ég í slippinn í Njarðvík og tók myndir þar af nokkrum bátum. Setti inn nýtt albúm sem ég kalla "Skip og bátar". Hér má sjá eina mynd sem ég tók í slippnum í Njarðvík.
