Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.04.2008 10:31

Vorið er komið

Lóan er komin að kveða burt snjóinn.............eða svo er sagt.  Þrátt fyrir að vor sé í lofti er nú skratti kalt þessa dagana.  Hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu snjóaði í fyrradag en nú er sá snjór að mestu horfinn, alla vegna hér í byggð. 

Mæli með, þar sem daginn er farið að lengja, að allir bregði undir sig betri fætinum, skreppi út með myndavélar og myndi allt sem fyrir augu ber. 

Hér kom tvær myndir svona rétt til að minna okkur á.  Fyrri myndin er af lóunni, svona lítur hún út.  Set myndina hér fyrir ykkur sem hafið gleymt hvernig hún lítur út.  Svo er svona stemmumynd sem ég tók í Flatey á Breiðafirði.  Þegar þið röltið um þá er höfnin kjörin staður til að skoða, sérstaklega þegar sjórinn er spegilsléttur eins og hann hefur verið hér undanfarin kvöld.  Gangi ykkur vel.



Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1743
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1563
Gestir í gær: 193
Samtals flettingar: 760728
Samtals gestir: 54708
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 13:35:27