09.04.2008 21:51
Ég var að skipta um útlit og vona ég að ykkur líki það. Þetta var svona rétt til að reyna að lífga uppá útlitið. Þetta eru þó ekki miklar breytingar nema þó að nú eru myndaalbúmin, gestabókin og fleira komin upp undir síðuhausinn en ekki til hliðar eins og var. Þá hef ég aukið við töluvert af slóðum þar sem þið getið flakkað um. Þetta eru aðallega eitthvað sem varðar náttúruna og ljósmyndun. Held að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þarna slóð sem heitir Ferlir og það er hópur fólks sem skoðar Reykjanesið mjög mikið og þekkir þar orðið hvern einasta stein, nánast. Þá eru þeir mikið í hellaskoðunum og fleira. Ljósmyndasíðurnar eru þó nokkrar og þar er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Tvær slóðir eru þar sem ég nefni Ferðir, þar er hægt að komast í ferðir um landið. Veit að Daníel Bergmann er upppantaður en á hans slóð eru líka ljósmyndir eftir hann og ég held ég ýki ekki með því að segja að hann sé með betri ljósmyndurum á landinu.