Fórum á Snæfellsnesið um páskana. Náði nokkrum þokkalegum myndum af landslagi, fuglum og af Elínu Hönnu og Leifi Harðarsyni að leik í fjörunni. Myndirnar af þeim að leik má sjá í möppu sem ég kalla Fjöruferð á Snæfellsnesi.

Þessi músarrindill var við bæinn Tröð.

Þessi rjúpa var við skógræktina í Stykkishólmi. Þetta er kvenfugl en karlinn var þarna líka og myndir af honum má sjá einnig á síðunni.

Svartbakafell til hægri og Kaldnasi til vinstri.