10.07.2007 22:39
Hef bætt hressilega inn í Íslandsmyndirnar, voru tæplega 60 í fyrradag en eru núna yfir 160. Nú farið þið vonandi að sjá hvernig ég sé Ísland fyrir mér.
Þá setti ég inn nýtt myndaalbúm af frænku minni henni Elínu Pálsdóttur. Ég notaði hvert tækifæri sem ég hitti hana til að taka nokkrar myndir. Ég sendi foreldunum nokkrar myndir sem voru sérvaldar, en megnið hafa þau ekki séð, en þau fá tækifæri til þess núna.