Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Málshættir í stafrófsröð

Málshættir. A-Á

Að afdrifunum spyrja allflestir.

Að biðja er mönnum misjafnt lagið.

Að eiga spón í annars aski.

Að elska er að hætta að gera samanburð.

Að flaustra er ekki að flýta sér.

Að fyrirgefa og gleyma er hefnd ágætismannsins.

Að hika er sama og tapa.

Að kvöldi skal ósáttum eyða.

Að missa spón úr aski sínum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Að hika er sama og að tapa.

Að hugsa einhverjum þegjandi þörfina, hvað sem á dynur.

Að láta annars víti að varnaði verða.

Að reiðast er að hefna ávirðinga annarra á sjálfum sér.

Að verja mistök er að endurtaka þau.

Að vinna frjálslega er gott; að hugsa rétt er betra.

Af gnæfð hjartans mælir munnurinn.

Af hreiðri má hyggja, hver fugl þar býr.

Af kvaki best má þekkja fugla.

Af litlum neista verður oft mikið bál.

Af máli má manninn þekkja.

Af nauðþurftinni sprettur trúarstyrkleikinn.

Af nátturunni eru alli menn eins, en uppeldið gerir þá misjafna.

Aftur fýsir elskhuga síns augnagamans.

Af tvennu illu skaltu hvorugt velja,

Af vondu leðri gjörast ei góðir skór.

Af vondum lögum versna siðir.

Af öllum löstum er hræsnin banvænust.

Aka skal seglum eftir vindi.

Aldraða láttu ofarlega sitja.

Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið.

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Aldrei er of seint gott að gjöra.

Aldrei er sá einn, sem nýtur samneytis góðra hugsana.

Aldrei er svo brot bætt, að betra sé eigi heilt.

Aldrei verður á allt kosið.

Aldur skyldi enginn forsmá.

Alla brestur eitthvað.

Allar gjafir þiggja laun.

Allir bræður mega eitt kál súpa.

Allir eldar brenna út um síðir

Allir ellina kjósa, en engir feginni hrósa.

Allir eru jafnsterkir á svellinu

Allir eru ógiftir í verinu.

Allir eru vinir meðan vel gengur.

Allir látast ókvæntir í verinu.

Allir renna blint í sjóinn..

Allir hlutir eru svartir í myrkri.

Allir sitja jafnhátt á helgrindum.

Allir þurfa hjálpar við.

Alls staðar er sá nýtur, sem nokkuð kann.

Allt er fertugum fært.

Allt er fyrir vin sinn vel gerandi.

Allt er gott þá endirinn er góður.

Allt er gott við góðan að eiga.

Allt er hey í harðindum nema heihei sí babbe lúlla sís mæ beibí

Allt er hreinum hreint.

Allt er í göngufæri hafi maður nægan tíma.

Allt er leyfilegt í ástum og stríði.

Allt er óhægara að leysa en binda

Allt er til einhvers.

Allt er vænt sem vel er grænt.

Allt fagurt er augum þekkt.

Allt kemst þó hægt fari.

Allt orkar tvímælis þá sagt er.

Allt stórt skeður í kyrrþey.

Allt tekur enda um síðir.

Allt verður gæfumanni að láni.

Allt vinnur elskan

Allt þykir eskunni dáfrítt.

Aldrei er góð visa of oft kveðin.

Amalaus er enginn maður.

Andremmu sína enginn kennir sjálfr.

Andvökur augum spilla.

Annarra herðum er byrðin létt.

Annars byrði er öðrum létt.

Athugalaus maður gengur um skóginn án þess að sjá nokkurt tré.

Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.

Auðurinn er aft þeirra hluta, sem gera skal.

Auðkenndur er asninn á eyrunum.

Auðmýkt er ævilangt ná

Auga dregt að yndi.

Augu húsbóndans gera meira en hendur hans.

Aumt er ástlaust líf.

Aumur er ástlaus maður.

Aumur er barnlaus bær.

Aumur er iðjulaus maður.

Aumur er sá sem enginn hnjóðar í.

 

Á dauðastund verða allir jafnir.

Á eftir dimmum skýjum verður heiður himinn.

Á eftir flóði kemur fjara.

Ágætismaðurinn hugsar síðast um sjálfan sig.

Ágind vex með eyri hverjum.

Á haugnum er haninn frakkastur.

Á meðan þú lifir enn þá lifðu rétt!

Á morgun segir sá lati.

Ánægja er auði betri.

Árinni kennir illur ræðari.

Árla skal rísa, sá gull vill í götu finna.

Á skammri stund skiptast veður í lofti.

Átvakur þrífst, en fátækt fylgir lötum.

Á viðmóti má merkja manninn.

Ást er öllum hlutum kærari.

Ást hylur lýti.

Ástarhugir oftast saman rata.

Ástin hefur augu í hnakkanum

Ástin er hvikul,hverful og svikul.

Átvögl grafa sér gröf með tönnunum.

 

Málshættir B

Baklastið er óvildar upphaf.

 

Barnanna móður skaltu þér besta velja

Barn er móðurinnar besta yndi..

Batnandi manni er best að lifa.

Batnar oft við beiskan drykk

Báðar verða hendur hreinni, ef hvor þvær aðra.

Beigðu kvistinn meðan hann er ungur, brjóttu hann ekki.

Ber er hver borinn.

Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi

Berja skal barn til batnaðar

Besta gjöfin er gott fordæmi.

Besta starf hvers manns er það sem hann er fullviss um að hafa leyst vel af hendi.

Betra er að árna góðs en afla móðs.

Betra er að bindast eis en tala tíu.

Betra er að bogna en bresta.

Betra er að deyja en selja sál sína hæstbjóðanda

Betra er að fara ungraður til svefns en skuldugur á fætur.

Betra er að gera eitthvað gagn heima fyrir, en fara langt í burtu og brenna reykelsi.

Betra er að gera eitt góðverk en ánetja sér að gera hundrað.

Betra er að hafa elskað og misst en hafa aldrei elskað.

Betra er að hefjast af litlu en krefjast af miklu.

Betra er að læra eitthvað gott af þeim illa, en illt af þeim góða.

Betra er að róa en reka undan.

Betra er að slitna af brúkun, en eyðast af ryði.

Betra er að spyrja til vegar en villast.

Betra er að stíga í eldinn en standa í honum.

Betra er að vera félaus en ærulaus.

Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa.

Betra er að vera ógiftur en illa giftur.

Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri

Betra er að vera prýddur með gáfum en gjörvuleika.

Betra er brauð í poka en gull í pyngju.

Betra er brjóstvit en bókvit.

Betra er gott fylgi en frænda stoð.

Betra er gott hjarta en hvatt sverð.

Betra er heiðarlegt nei en falskt já.

Betra er heilt en vel gróið.

Betra er hóf að hirða, þá hamingjan er blíð.

Betra er lán en liggjandi fé.

Betra er seint en aldrei.

Betra er ólofað en illa efnt.

Betra er yndi en auður.

Betri er dyggð en dýr ætt.

Betri er einn fugli í hendi en tveir í skógi.

Betri er fátækur unglingur, sé hann vitur , heldur en gamall konungur sé hann heimskur.

Betri er friður en bardagi.

Betri er frægð en fé.

Betri er klók tunga en kempt hár.

Betri er lítill fiskur en tómur diskur.

Betri er lítill heiður en langur skaði.

Betri er nábúi í nánd en bróðir í fjarlægð.

Betri er sonur þó síðalinn sé.

Betri er vist í horni á húsþaki, en sambúð við þrasgjarna konu.

Betur draga tveir fuglar til hreiðurs en einn.

Betur sjá augu en auga.

Beygðu kvistinm, meðan hann er ungur en brjóttu hann ekki.

Biðlund sigrar alla hluti.

Bítur á beittan öngul.

Blessun vex með barni hverju.

Blindur er bókalaus maður

Blindur er hver í sjálfs síns sök

Blítt er blæju brumið.

Boga skyldi enginn of langt toga.

Botnlaust djúp er bágt að kanna.

Bókstafurinn roðnar ekki.

Bókvitið verður ekki í askanna látið.

Bóndi skal beð verma, en brúður í fyrsta sinn.

Bragð er að þá barnið finnur.

Bráð er barns lundin.

Bregða vá fyrir grön.

Breyt ein og þú predikar.

Brigðular eru þorra þíðurnar.

Brjáluð hugsun getur orsakað ævilanga iðrun.

Bylur mest í tómri tunnu.

Byrst er brúður að fyrsta biðli en viknar síðan.

Bækur eru besta nestið á vegferðinni gegnum lífið.

Bæ má af barni þekkja.

Bættu svo bú þitt, að eigi skaðir annan.Málshættir D

Dauður er sá sem gleymdur er.

Dálítil hjálp má sín meira en allnokkur meðaumkun.

Dátt er ungra yndi.

Digur rass þarf víða brók

Dimmt er þar sem dagur er enginn.

Djúp vötn hafa minnstan gný.

Dramb er falli næst.

Draumar dagsins í dag geta orðið raunveruleikinn á morgun.

Dregur hver dám af sínum sessunaut.

Drekk sem gestur, et sem heima alinn.

Drengur er sá, er drengverk vinnur.

Drjúg eru morgunverkin.

Dropinn holar harðan stein.

Drukknadi maður grípur hálmstrá.

Dulinn hugur og djarft útlit fer óhult leiðar sinnar gegnum lífið.

Dyggðin er með djúpum rótum.

Dyggðin er vissasti gæfuvegur; hún sykrar alla nautn og er besta bót við öllu böli.

Dylgjur gera saklausustu verk tortryggileg

Dýrt er drottins orðið.

Dæmdu aðra vægilega ern sjálfan þig strangt.

Málshættir E

 

Ef engin eyðimörk væri til fyndist engin graseyja.

Ef stendur í hverri lögbók.

Eftir höfðinu dansa limirnir.

Eftir vinnunni fara verkalaunin.

Eftirvæntingin er stækkunargler morgundagsins.

Ef þú leitar eftir hjálparhönd, mundu þá eftir þinni .

Eigi er sopið þó í ausuna sé komið.

Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.

Eigi legg ég slíkt langt upp.

Eigi skal letja góðan gest, er ganga vill.

Eigi skyldi boga of langt toga.

Ei leyna augu, ef ann kona manni.

Einn er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út

Einn óréttur býður öðrum heim

Einn er litur allra kúa um nætur.

Einhvern veginn slunginn sleppur.

Einnig í ríki hugmyndanna situr tæiskan að völdum.

Eins dauði er annars brauð.

Eins fer hún Grýla með öll börnin sín.

Eins skal aftur sá, þótt uppskeran hafi verið rýr.

Eitt er að gera, annað að vilja.

Eitt hik gerir margt strik.

Eitthvað mistekst þá margt er haft í takinu.

Ekkert er ómögulegt fyrir þann sem veit ekki hvað hann talar um.

Ekkert er svo vel gert að ekki verði að því fundið.

Ekki er allur munur á kúk og skít.

Ekki er allt gull sem glóir.

Ekki er allt vakurt þó riðið sé.

Ekki er allt gos þótt vestmanneyjar séu nema kók eða hvortveggja.

Ekki er ást sú auðslitin , er ungir bundu.

Ekki er fjandinn frændrækinn.

Ekki er fugl í höndum, þó fljúgi með ströndum.

Ekki er gaman nema gott sé.

Ekki er happi að hrósa fyrr en hlotið er

Ekki er hundum helgidóm að bjóða.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Ekki er sú ást auðslitin er ungir binda.

Ekki er sjórinn sekur, þótt syndi ei allir fuglar.

Ekki er svo fögur eik að hún fölni ekki um síðir.

Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur.

Ekki er það einum bót, þó annar sé verri.

Ekki er þar autt hnoðrinn húkir.

Ekki eru allar ástar í andliti fólgnar.

Ekki eru allar ferðir til fjár

Ekki eru allar syndir guði að kenna.

Ekki eru jötnar meybarna meðfæri.

Ekki eru ætíð jól.

Ekki fer ætíð betur, þá breytt er.

Ekki fretar mús eins og hestur þau rauf rifni.

Ekki gerir einn þröstur vor.

Ekki ná allir fótsporum feðra.

Ekki má benda bogann um of.

Ekki missir sá, sem fyrstur fær.

Ekki mun vitur um óvíst þrátta.

Ekki neytir ljóss, þegar lýsir sól.

Ekki skyldi Baldri böls biðja.

Ekki vantar það sem fengið er.

Ekki var Róm byggð á einum degi

Ekki veldur sá er varar, þótt verr fari.

Ekki verður bókvitið í askana látið

Ekki verður þú helgur þó aðrir syndgi.

Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðiferð.

Eldurinn brennir líkamann, en hatrið sálina.

Eldur er góður þjónn en illur herra.

Eldmóðurinn kemur hjólum hugmyndaflugsins í gang

Elskan dregur elsku að sér.

Elskuhugar eru í raun alls ekki svo ólíkir eiginmönnum, þegar maður fer að kynnast þeim.

ngin auðlegð er til nema lífið sjálft.

Engin dyggð er eins minnislaus og þakklátsemin

Engin er eik án kvista.

Engin kona verður skækja af eins manns völdum.

Enginn deyr oftar er einu sinni.

Enginn eignast krónuna nema hirða eyrinn.

Enginn er allheimskur ef þegja má.

Enginn er annars bróðir í leik

Enginn er hærri þó hann hreykji sér.

Enginn er of góður sjálfum sér að þjóna.

Enginn er réttláttur meðan hann er reiður.

Enginn er í umferð einn.

Enginn dettur lengra en til jarðar.

Enginn eignast krónuna nema hann hirði eyrinn.

Enginn fitnar af fögrum orðum.

Enginn gefur sér gæfuna sjálfur.

Enginn getur haldið þér niðri nema þú sjálfur.

Enginn hefur afl við Ægir.

Enginn man öll sín orð sjálfur.

Enginn maður er alltaf vitur.

Enginn maður er svo mælskur, að honum segist vel nema hugur fylgi máli.

Enginn kannar dýpt fljóts með báðum fótum.

Enginn kann úr annars hálsi orð að kjósa.

Enginn kennir það öðrum er ei kann sjálfur.

Enginn ræður auðnu sinni sjálfur.

Enginn skyldi einn í sorgum sitja.

Enginn skyldi spyrja fiskinn um það, sem gerist á landi.

Enginn spegill er betri en gamall vinur

Enginn verður óbarinn biskup.

Enginn veit hvað átt hefur , fyrr en misst hefur.

Enginn veit hvers hann er megnugur fyrr en hann hefur reynt

Engum er allt léð né alls varnað.

Engum er bót í annars böli.

Engum er lýti að því sem allir hafa.

Engu spillir hægðin

Erja má jörð er ávökst skal bera.

Eyðist það er af er tekið.


Málshættir F

Fagna ei fyrr en þú átt.

Fáa hluti er eins erfitt að nota í hófi og þægilegan stól.

Fall er farar heill.

Falleg kona ætti snemma að brjóta spegilinn sinn.

Far ekki í mannjöfnuð.

Far þú í dans en gættu hvar þú stígur.

Fáir kunna eitt barn að eiga.

Fáir lofa einbýlið sem vert er.

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.

Fáir neita fyrstu bón.

Fáir njóta fólgins fjár.

Fáir verða feitir af fuglaveiðum.

Fást mun þér verk annað.

Fátt er rammara en forneskjan.

Fátt er reynslunni fróðara.

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott..

Fátt veit fyrr en reynt er.

Fátt veit sá er sefur.

Fátæks manns festi hefur marga hlekki.

Fátækt er elli fylgiglöp.

Fátækur má ei fríða konu eiga né fagran hest.

Fátæktina vantar sumt, óhófsemina margt, en ágirndina allt.

Fegurðin er barn kærleikans.

Feigð ræður sá er lífið gaf.

Feitt borðhald gerir magran arf.

Fellur hver, þó frækinn er.

Fégirnd hefur margan fellt.

Fíflinu skal á foraðið visa, en afglapa á ís.

Fjaðra magn ræður flugi.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og lankt til Húsavíkur.

Fleira er byr en vindur í voðum.

Fleira er gaman en dansa og drekka.

Fleira veit sá er fleira reynir.

Fleira þarf í dansinn en fagra skó.

Fleiri hafa augu en ernir.

Fleiri verða að sigla en þeir sem sumar veðrið hafa.

Flest er í neyðinni nýtandi.

Flest er sætt á sjálfs búi.

Flest fer vænum vel.

Flest verður fróðum að kvæði.

Flest verður glöðum að gamni.

Flest verður nýtnum að notum.

Flestu verður feginn fátækur í bráð.

Fleira þarf í dansinn er fagra skó.

Flestir fá ekkert nema reynsluna út úr lífinu.

Fleygðu ekki neti þínu þangað sem enginn fiskur er.

Fljótt tekið, eyðist fljótt.

Flýtur meðan ekki sekkur.

Forvitnin eykur gildi lífsins.

Forn synd gerir nýja.skömm.

Forsjálum dugir fyrirvarinn.

Frelsi er fé betra.

Frændi er fastur eyrir.

Fullir kunna flest ráð.

Fyrnist sorg þá frá líður.

Fyrra verkið vinnur hið síðara.

Fyrr er hagmæltur en höfuðskáld.

Fyrri er skuld fégjöfum.

Fyrri er vondur en vestur sé.

Fyrr má skilja en fulltalað sé.

Fögur er sjóhröktum fold.

Fölvar hel, þó frítt sé.

Fötin skapa manninn.


Málshættir G

Gallar fljóta á yfirborði eins og stráin, sá sem vill leita af perlum verður að seilast dýpra.

Gallaður gimsteinn er betri en ógallað grjót.

Gagnrýni í fljótræði, stafar oft af fáfræði.

Geðprýði er gulli dýrari.

Gefðu aldrei peninga, sem ekki eru orðnir þínir.

Geym vel það ei glatast má.

Gimsteinninn hrósar sér sjálfur

Giftu skal til göfugra manna sækja

Gimsteinninn hrósar sér sjálfur.

Gjöf skal gjalda ef vináttu á að halda.

Gjöf skal æ til gjalda.

Glataður dráttur kemur aldrei aftur.

Gleði vex af gleði

Gleðin er eins og ljósið, ef þú kveikir á því fyrir aðra, skín það á sjálfan þig.

Gleðin gerir limina létta.

Gleymt er þá gleypt er.

Glökkt er gests augað.

Gott atlæti er gjöfum betra.

Gott er að eiga hauk í hotni.

Gott er að hafa bót í bingi.

Gott er að hugsa á mettan maga.

Gott er að vera gamall og muna margt.

Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur.

Gott er að vera við góða sáttur.

Gott er góðu að una. orðnir þínir.

Gott er góðs að njóta.

Gott er góðum að þjóna.

Gott er heilum vagni heim að aka.

Gott er þeim sem geð hefur glatt.

Gott gerir aldrei manninum skaða.

Gott gerir engum skaða.

Gott hús er gestum heill.

Góðan varning vantar sjaldan kaupanda.

Góðgirni fæðir af sér góðgirni.

Góð orð finna góðan samastað.

Góð samviska er besta svefnmeðal í heimi

Góð samviska er betri en hundrað vitni.

Góðan varnig vantar sjaldan kaupanda.

Góðum dreng er þar gott, sem hann unir.

Góðum foringja er gott að fylgja.

Góður er jafnan góðs von.

Góðviljaður hugur býr yfir konungsríki.

Greiðfær er glötunarleiðin.

Greiði kemur greiða á móti.

Greindur nærri getur, reyndur veit betur.

Græddur er geymdur eyri.

Guð býr í glöðu hjarta.

Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Gull hlær að heimskum.

Gæfa fylgir góðri nennu.

Gæfan fylgir góðri nennu.

Gæt að raun, fyrr en grunsemd vaknar.

Gætinn munnur getur sér lof.

Gömul ósköp gráta ei nýjum tárum.


Málshættir H

Hafa skal ráð þó heimskur kenni.

Hafa skal það er sannara reynist.

Hafi það barnið, sem betur tekur við.

Hagnýtni drýgir litla muni.

Haltu lög, er sjálfur settir.

Hamra skal járn meðan heitt er.

Hart hrís gerir börnin vís.

Hatri gleyma margir, en fáir fyrirlitningu

Hálfnað verk þá hafið er.

Hálfu meira er að hirða en afla.

Hátíð er til heilla best.

Hátt geltir ragur rakki.

Hefnd egnir til hefnda.

Heilsa er munaði betri.

Heilsan er fátækra manna fasteign

Heima er best að hvílast.

Heimskt er heimalið barn.

Heimskuleg fórn er ekki dyggð.

Hendum ruslinu út, höldum bílnum hreynum og lifi bæjarvinnan.

Heit er sú ást, er í meinum býr.

Heppinn er sá, við hug sinn ræður.

Heyra má margt, en herma ei eftir.

Hinn öfundsjúki er sinn eiginn böðull.

Hin sanna synd er sú sem dýgð er af illkvittni.

Hjúanna trú styrkir bóndans bú.

Hnífur þess freka er frystur í smjörið.

Hnýsni er bönnuð, en aðgætni eigi.

Hold er mold, hverju sem það klæðist.

Hollur er heimafenginn baggi.

Hollur granni er gulli betri.

Hóf er á öllu nema hvílukossum einum.

Hóf er best í hverjum leik.

Hól gleður heimskan

Hræddur flýr, þó enginn elti.

Huggar hálfur draumur.

Hugsanir eru blómstur sálarinnar og orðin ávöxtur girndanna.

Hvað elskar sér líkt.

Hvað skal flot vit feitum sel.

ver er sinnar gæfu smiður.

Hver er sínum hnútum kunugastur.

Hver hefir til síns ágætis nokkuð.

Hver velur sér vini eftir viti.

Hver er blindur í sjálfs síns sök.

Hver er sinnar gæfu smiður.

Hver lítið hefur, hann þó oft gefur.

Hver nýtur síns um síðir.

Hvergi er ótrúr óttalaus.

Hvert land bjargast við sín gæði,

Hygginn heyrir margt, hermir færra.

Hæfilátur hlýtur margra þökk.

Hæfileg kímnigáfa hentar hverju starfi.

Hægara er að finna að , en gera betur.

Hægara er að kenna heilræðin en halda þau.

Hæg eru heimatökin.

Hætt er þeim við falli sem hátt hreykist.

Höfuðið verður fótum falli að varna.


Málshættir I- Í

Iðjulausum gefast fæstar tómstundir

Iðni er auðnu móðir.

Illa fengnum auði fylgir sálarkvöl.

Illa fenginn auður endist sjaldan í þriðja lið

Illt eftirdæmi er oft áhrifameira en góð fyrirmynd

Illt er að eiga tungu sína í annarra höfði.

Illt er að leggja ást við þann sem enga kann í móti.

Illt er að sigra auðnumanninn.

Illt er einlífi.

Illur gleðsr af annars skaða.

Illt skal ekki með öðru hálfu verra.

Illur vani er því þrengri sem hann er lengriÍ aura nægð er ei hugar hægð.

Í áþrifum sést aflið best.

Í hlátri má oft greina reiði.

Í lygnu vatni er oft langt til botns.

Í myrkri eru allir kettir gráir.

Í tíma skal læknarans leita.

Í þörf skal vin reyna.


Málshættir J

Jafnan er hálfsögð saga, ef einn segir frá.

Jafnir baggar fara best.

Jafnlang er til heljar heima og á hafi úti.

Jafnvel smærstu kerti vinna á myrkrinu.

Jöfnum þykir best saman að búa.


Málshættir K

Keðja er jafn sterk veikasta hlekki sínum

Kemst þó hægt fari.

Kemur þorri í annan tíma.

Kenna má fyrr en klipið er til blóðs.

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.

Kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn ef á er glassúr.

Kisa reysir því hærra stýrið sem hún er meira stroking.

Kjóst þann er fæstu lofar, hann svíkur minnst.

Klókir menn brjóta ekki lögin, þeir beygja þau.

Kólnar heitt ef köldu er á blásið.

Kóngur vill sigla, er byr hlýtur að ráða.

Konungshöfuðið er aldrei sniðið eftir máli kórónunnar.

Krummi veður ei hvítur þó hann baði sig.

Kveikt verður ekki á báðum endum kertis.

Kvöldið veit meira en morguninn óraði fyrir.

Kærleikurinn er kröfuhæstur.

Kötturinn hefur níu líf.


Málshættir L

Langt finnst þeim, sem búinn bíður.

Langt finnst þeim, er vinar væntir.

Langvinir rífast síst.

Láta eitt yfir alla ganga.

Lát hið umliðna kyrrt liggja.

Látgæðið prýðir manninn.

Láttu ekki augað hlaupa yfir eyrað né tunguna eins langt og fæturna.

Láttu ekki happ úr hendi sleppa.

Legg ekki öll egg þín í eina körfu.

Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum maga hans.

Leitaðu að einhverju fögru og þú munt finna það,. Það er aldrei langt undan.

Leitin er oft svo hægfara að fátæktin nær henni

Lengi bý að fyrstu gerð.

Lengi er eftir lag hjá þeim, sem liðsmenn voru til forna.

Lengi lifir í gömlum glæðum.

Lengi skal manninn reyna.

Lengi skal við ljúfan kenna.

Lengi stendur mannsefni til bóta.

Leyfist kettinum að líta á kónginn

Leynt mein skal leynt bera

Lifir eik, þótt laufið fjúki.

Lifðu lífinu lifandi.

Litlum fuglum lítið hreiður lætur best.

Lífið er árekstur milli ráðagerðar og raunveruleikans.

Lífið er of stutt til að vera lítið.

Lífið er eins og matseðill maður getur ekki notið alls.

Líka villast . lærðir menn.

Líkt leiðist að líku.

Lítið stoða orðin góð ef ekki er meira.

Lítið þarf er nægja lætur.

Lítillæti er hin fyrsta undirstaða allra dyggða.

Ljós er nóg þá sólin skin.

Ljúfar stundir líða hratt.

Lofa skal mey að morgni en veður að kvöldi.

Lofaðu minna og stattu við því meira.

Lófa skal á móti blíðu breiða.

Logn verður á eftir stormi.

Lýttur er sá, sem ei landssiðnum fylgir.

Læra börn það á bæ er títt.

Lögin hafa sömu þýðingu fyrir mennina eins og búrið fyrir rándýrið.

Löngum dylur litur kosti.

Löngum hlær lítið vit.


Málshættir M

Maður sem á góðan hund er aldrei án vina.

Maður veit oft hverju sleppir, en ekki hvað maður hreppir.

Maðurinn uppsker eins og hann sáir.

Maklegur hróður er engum of góður.

Mannjöfnuður er hvimleiður.

Margan hefur flasið fellt.

Margar hendur vinna létt verk.

Margir fá góð ráð en gagnast ei.

Margir hafa ánægju af að sýnast þundlyndir.

Margir reyna stöðugt að flýja sínar eigin hugsanir.

Margt er sér til gamans gert.

Margt er það í koti karls, sem kóngur er ekki í ranni.

Margt fer vel, en fátt of vel.

Margt getur hent á langri leið.

argur ágirnist meira en þarf.

Margur á orð í annars fari.

Margur berst á, sem ekkert á.

Margur brennir sig á þeim neista, sem ekki vermir.

Margur dansar þó hann dansi nauðugur.

Margur er dulinn að sér.

Margur er linur, þó hann sé langur.

Margur er skáld, þótt hann ekki yrki.

Margur gerir ráð fyrir þeim degi sem aldrei kemur.

Margur gyllir það sem eigi gulls vert.

Margur heldur mig sig.

Margur hikar þó hann sé ei hræddur.

Margur hyggur auð í annars garði.

Margur leitar langt yfir skammt.

Margur kafnar undir nafni.

Margur rasar fyrir r+að fram

Margur seilist um hurð til lokunar.

Margur verður af aurum api.

Margur villist þó vís þykist.

atháknum nægir aldrei nóg.

Málugir aðhafst minnst.

Meðalhófið er marghæfast.

Með lögum skal lag byggja, en með ólögum eyða.

Með tómum höndum tekur enginn fálka.

Meira kveður að verkum en orum.

Meira vinnur vit en strit.

Meiri blessun fylgir því að gefa en lána.

Meiri vandi er að gæta fengis fjár en afla.

Menn skyldu sjá fyrir komandi daga er ekki sýta þá.

Mennt er hyggnum hent.

Mikið getur sá er vel vill.

Mikið prýðir hagvirk hönd.

Mikið veit sá sem veit ekki neitt og hefur vit á að þegja.

Mjór er mikils vísir.

Mjúk er móðurhöndin.

Mjúkt er meyjar brjóstið nema harðbrjósta sé.

Morgunstund gefur gull í mund.

Munur er að mannsliði.

Myrkur leynir lýtum.

Mætur er fríðleikinn ef mannkostir fylgja.

Mörg er búmanns raunin.

Mörg eru líkinda lætin.

Mörgum verður gætni að gagniMálshættir N

 

Náið er nef augum.

Neyðin kennir naktri konu að spinna.

Njóta skal byrjar þá býðst.

Nóg á sá sér nægja lætur.

Nýir vendir sópa best.

Nær er skinnið en skyrtan.


Málshættir O-Ó

Ofát sálgar fleirum en sverðið

Ofbjóð ekki gestrisni.

Oft brjótast með þeim barnórar sem saman eiga að búa.

Oft dregur lofið háðið í halanum.

Oft er ánægjan synd og syndin ánægja.

Oft er blökk tót undir bjartri lilju.

Oft er dyggð undir dökku hári.

Oft er í holti heyrandi nær.

Oft er gott það er gamlir kveða (Úr Hávamálum)

Oft er karlmanns hugur í konu brjósti

Oft er ljótur draumur fyrir litlu.

Oft er málsnjall miðlungi sannorður.

Oft er misjafn sauður í mörgu fé.

Oft er snotur seinn til svars.

Oft er tungutrúr tíðindafár.

Oft er tóbak hættulegra en vindlar.

Oft er æði í annríki.

Oft eru augu innra manns spegill.

Oft eru á vorin erindi smá.

Oft fara saman skörp tunga og skýr hugsun.

Oft fylgja sterk orð veikum röksemdum

Oft gleður sá aðra sem glaður er.

Oft hefur vinnulatur viljuga tungu.

Oft lifa þeir lengi sem orðum eru vegnir.

Oft má lyf úr eitri brugga.

Oft má satt kyrrt liggja.

Oft skoðar latur maður verk sitt.

Oft snýst góðum last í lof.

Oft veldur letin ómaki miklu.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Oft verður af litlum neista stórt bál.

Oft verður grátt úr gamni.

Oft vex laukur af litlu.

Oft vinnst sigur í seinni ferð.

Oft vinnur sá, er undan lætur

Orðspor ills manns berst víða

Orða sinna á hver ráð.

Óréttlæti einhvers staðar ógna réttlæti alls staðar.

Óskir hinna réttlátu, leiða aðeins til góðs.

Óttinn kvelur ágjarnan.


Málshættir P-R

Penni og blek eru áreiðanlegustu vitnin.

Penninn er máttugri en sverðið.

Peningar eru erfiðir húsbændur en góðir þjónar.Ráðum er síst sinnt þegar þeirra er þörf.

Ráð skal fá hjá reyndum vin.

Reiðin er eins og stein sem kastað er í vespubú.

Reiði og vín lætur hjartað segja til sín.

Reykingamenn eru líka fólk, bara ekki eins lengi.

Reynslan er móðir þagnarinnar.

Ritaðu mótgerðir í sand, en velgerðir í marmara.

Rík er bársmanns æra.

Róa verður first til hins næsta ness.

Rót hinna réttlátu mun ei bifast.

Ruddaskapur og dramb vaxa jafnan á sama trénu.

Ræðan er silfur, en þögnin gull.

Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.

Römm eru reiðitár.


Málshættir S

Sakleysi og launpukur lifa sjaldan lengi saman.

Sama höndin veldur sársaukanum og græðir meinið.

Samlíkir fuglar fljúga sér í hóp.

Sanngirni er sátta móðir.

Sannkveðið er söngurinn besti.

Sannleikurinn er sagna bestur.

Sannleikurinn er það eina, sem ekki er hægt að umbæta.

Sannleikurinn verður hver sárreiðastur.

Sannur kappi er sá sem vinnujr hjörtu óvina sinna.

Sauðinn í tígrishúðinni hræðist úlfurinn.

Sá á björn er banasár veitir.

Sá á fæst sem flestu stelur.

Sá á kvölina sem á völina.

Sá á kvölina svo völina nema hann hætti við allt saman.

Sá árla rís verður margs vís.

Sá bindir sig mikið sem mútuna þiggur.

Sá deyr ærulaus sem lifir agalaus.

Sá eldur sem skærast brennur, slokknar fyrst.

Sá er drengur sem við gengur

Sá er ekki skaðlaus sem skaðar sjálfan sig

Sá er montnastur sem minnst er í varið.

Sá er ríkur sem fáar hefur þarfir.

Sá fær happ, sem hamingjan ann.

Sá gefur tvisvar sem gefur fljótt.

Sá gefur mest sem minnst má.

Sá hefur rétt til að gagnrýna aðra, sem á hjarta til að hjálpa.

Sá heimski heldur hvern mann heimskari sér,

Sá hlýtur eldinn að skara, sem kalda vini vill verma.

Sá hlær best sem síðast hlær.

Sá kann ei gott að þiggja sem ei þakkar.

Sá lifir sem elskar.

Sá lærir mikið sem grandskoðar sjálfan sig.

Sá metti álítur, að sá soltni geti borðað molana.

Sá nýtur falls, sem fær það besta.

Sá sem aldrei er forvitinn verður aldrei fróður.

Sá sem ekki hræðist mennina, hræðist oft sjálfan sig.

Sá sem eltir tvær gæsir í senn, nær hvorugri.

Sá sem er hræddur við að spyrja er hræddur við að læra.

Sá sem getur ekki bitið ætti ekki að sýna tennurnar.

Sá sem hugsar sig lengi um velur sjaldan besta kostinn.

Sá sem hættir að bæta sig hættir að vera góður.

Sá sem leikur sér að lífinu getur aldrei farið vel.

Sá sem hefir knött og knattdrep fær einhvern félaga.

Sá sem hefur lélegt minni ætti sæist að ljúga.

Sá sem margt veit talar fátt.

Sá sem rís á fætur í hvert skipti, sem hann fellur, stendur uppréttur að lokum.

Sá sem sefur syndgar ekki.

Sá sem verður og gamall lifir alla vini sína.

Sá sem vill læra finnur allstaðar skóla

Sá sem vill mjólk, ætti ekki að setjast á stól með fötu úti í haga og bíða eftir því að kýrin komi til hans.

Sá skal hafa happ er hlotið hefur.

Sá skal reykinn varast, sem firra vill sig bálinu.

Sá skal vægja sem vitið hefur meira.

Sá þarf lítið sem lítið girnist.

Sá þarf mikið að sjóða, sem mörgum vill bjóða.

Sá þakkar öðrum, sem betur kann.

Sátt er best þeim, er saman eiga að búa.

Sátt skal jafnt vera.

Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur.

Sá verður enginn barinn, sem húsbóndans skipun gerir.

Sá þarf mikið að sjóða sem mörgum vill bjóða.

Sá þóknast engum sem öllum vill þóknast.

Segðu fátt og segðu vel.

Seint er að herklæðast er á hólminn er komið.

Seint fyllist sálin prestanna.

Sem húsbóndinn er, svo eru hjúin.

Sendibréf hjartans eru letruð í augunum.

Settu ekki kommu þar sem samviskan segir þér að eigi að vera punktur.

Sérhvað á sér sína orsök.

Sérhver hefur sinn smekk.

Sérhver sá sem vér erum háðir, virðast oss vera óháðir.

Sér kann jafnan hyggin hóf.

Sigursæll er góður vílji.

Sinnar stundar bíður hver.

Sínum höndum á hver hróðurs að leita.

Sitt er hvort gæfa eða gjörfugleiki.

Sígandi lukka er best.

Sjaldan á einn sök er tveir deila nema deilt sé með tveimur.

Sjaldan er ein báran stök í tólf vindstigum.

Sjaldan brennur einn brandur lengi.

Sjaldan er ein lygin stök.

Sjaldan er greinin betri en bolurinn.

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Sjaldan hleðst svo allt á einn, að eigi sé nokkuð að,

Sjaldan hlýst gott af gestum

Sjalda hlær hygginn hátt.

Sjaldan veldur einn, þá tveir deila.

Sjaldan verður viti vörum.

Sjaldan ætlar sá góðs af öðrum sem er vondur sjálfur.

Sálfsboðið er góðum gesti.

Sjálfs er höndin hollust.

Skamma stund verður hönd höggi fegin

Skilja leiðir um síðir

Skemmtinn maður er vagn á vegi.

Skilnaður ástvina er sama og vindurinn yfir eldinn.

Skín á gull þó í skrani liggji.

Skjóta mun verða tilfugls áður fái.

Skynsamleg spakmæli eru andlegir fjársjóðir.

Skynsemin sér brestina, en dyggðin breiðir yfir þá.

Slæmar fréttir berast fljótt.

Slæmur verkmaður kennir verkfærum sínum um.

Smáræði gleður lítinn huga.

Smekkur sá, er kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.

Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill.

Sníð þér kápu eins og dúkur þinn leifir.

Sparast tala spakir menn.

Spakt skyldi elsta barn og vel vanið.

Spáir spaks geta.

Spott og spé koma mörgum á hné.

Steinn prófar gull en gull menn.

Stígðu á þyrninn, meðan þú hefur skóna á fótunum.

Stolinn hestur hleypur best.

Stolinn koss er ávallt sætastur.

Stór orð eru sem fjarðir, það er létt í þeim pundið.

Stormur birtir stýrimennsku.

Stund og staður gerir margan þjóf

Stundum þarf að snyrta fjölskyldutréð.

Stærsti hlutur fisksins er oft sagan.

Sumir gera allt fyrir trúnna, nema lifa fyrir hana.

Sú er eign best að eiga sem nægir.

Svartsýni er lúxus sem gyðingur getur aldrei leyft sér.

Svigna má bogi fyrr en brestur.

Svíða sætar astir.

Svo er fé sem fáendur duga.

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður.

Svo gefur hver eins og hann er góður.

Svo má brýna deigt járn að bíti.

Svo má góðu venjast, að gæðalaust þyki.

Svo uppsker hver sem sáir.

Svo verður hver að fljúga, sem hann er fjaðarður.

Sælla er að gefa en þiggja.

Sæll er hver sig góðan geymir.

Sælt er sameiginlegt skipsbrot.

Sæmdin er lífinu dýrmætari.

Sæt epli falla af sætu tré.

Sætur er ábata þefurinn.

Sætur er sjaldgefinn matur.

Sök bítur sekan.

Sökin bítur sárara en tönnin.Málshættir T

Taktu ekki stærri gyrði er borið getur.

Talaðu ekki um árið fyrr en það er liðið.

Tárin eru tungumál, sem sá aðeins skilur sem grætur.

Teflir hver um tvo kosti að tapa eða vinna.

Tilgerðin spillir öllum kostum, bæði sálar og líkama.

Til góðs vinar liggja gagnvegir.

Til þess eru vitin, að varast þau.

Til þess eru mistökin að læra af þeim.

Til þess tekur hver, sem hann á ða sér.

Tímarnir breytast og mennirnir með.

Treyst eigi tafli hálfunnu.

Trén eru þekktari fyrir ávextina en ræturnar.

Trúin flytur fjöll .

Tryggðin er brú frá þessum heimi til annars.

Tröll toga tungu úr höfði.

Tröll eru í tryggðum best.

Tungan er sverð kvenna, enda láta þær það sjaldan ryðga.

Tvisvar verður sá feginn, sem á steininn sest.

Tvær hliðar eru á hverju máli.

Tækifærin flestir fá, en fæstir nýta.

Töluð orð og gerðir verða ekki teknar aftur.

Töluð orð verða ekki þurrkuð út með dulu.


Málshættir U-Ú -V-Y

Ungur nemur gamall temur.

Umgengni lýsir innra manni.

Uxinn fór í England kom aftur naut.Útborinn eyrir er öllum falur.Vandfarið er með annara eign.

Vandi er að breyta þá vel fellur.

Vandi fylgir vegsemd hverri.

Vaninn gefur listina.

Vaninn heldur manni í hlekkjum, en þörfin í böndum.

Vaninn sættir oss við allt.

Vant er að sigla milli skers og báru

Varast skal að hafa rétt fyrir sér á röngu augnabliki.

Varaðu þig á manni, sem veit svarið áður enn hann skilur spurninguna.

Vatn og sundlaug eiga enga samleið.

Vegur tunga, þótt vopn bresti.

Vel er þeim, sem geð hefur glatt.

Vel er þess gætt, sem gætinn geymir.

Velmegunin færir þér oft vini, en ólánið reynir þá.

Verður er verkamaðurinn launanna.

Verður hver með sjálfum sér lengst að fara.

Verður það er varir.

Verkið lofar meistarann.

Verst allra yfirsjóna, er sú að vera engrar vitandi.

Verstur óvinur er maðurinn sjálfum sér.

Vex vilji þá vel gengur

Viljugur er fljótur til vinarhúsa.

Vinargjöf skal virða og vel hirða.

Vini skal varlega reyna.

Vinnan gerir vænan svefn.

Vinnan göfgar manninn.

Vinnan verður keypt, en dyggðin aldrei.

Vinur er sá annars er illt varnar.

Vinur í valdastöðu , er tapaður vinur.

Virðingastaða gerir mikinn mann að meiri manni en lítinn mann minni.

Víða er góðs manns getið.

Víða fær vel kynntur náttstað.

Viskan er menntanna móðir.

Vísindi og þekking geta fyllt höfuðið, en ekki hreinsað hjartað.

Vogun vinnur, vogun tapar.

Vond lög eru versta tegund kúgunar.

Vondur félagsskapur er verri en enginn.

Von er draumur hins vakandi manns.

Vonin er læknir allra þrauta.

Verkin sína merkin.

Víða er góðs manns getið.Yst við dyr skal óboðinn sitja.


Málshættir Þ

Þaðan er góðs von sem gott er fyrir.

Það á hver hann á.

Það er aldrei of seint að bæta ráð sitt.

Það er aldrei um seinann að vera góður.

Það er betra að forðast beituna en snúast í snörunni.

Það er betra að lifa ríkulega en deyja ríkur.

Það er betra að skilja lítið en misskilja mikið.

Það er dapurt hjarta sem aldrei gleðst.

Það er ekki búnaðurinn, sem ekki kann að berja frá sér.

Það er ekki gnægð réttanna heldur glaðværð gestanna, sem gerir veisluna góða.

Það er sama hvaðan gott kemur.

Það er seint að segja amen, þegar allir djáknarnir eru þagnaðir.

Það er spáð, er spakir mæla.

Það er tungunni tamest, sem er hjartanu kærast.

Það er tímaspillir að vonskast yfir þeim tíma sem búið er að spilla.

Það er viska að trúa hjartanu.

Það fréttist fljótast, sem í frásögn er ljótast

Það gerir góður oft sem gikkur lastar.

Það hefur allt gagn sem guð vill.

Það má segja jafn mikið gott um vondan mann og illt um góðan.

Það sem þú sérð og heyrir, geymir .þú með sjálfum þér.

Það sjá augun síst, sem nefinu er næst.

Það verður að spara, sem lengi á að vara.

Það verður hverjum list sem hann leikur.

Það þarf hugrakkann mann til að játa sig hugdeigan.

Það þarf sterk bein til að standst góða ddaga.

Það verður að spara, sem lengi á að vara.

Það verður hverjum títt, sem hann temur.

Þagmælska er þarfleg eign.

Þangað kemur kaka, sem koma vill.

Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað.

Þangað leita ástin sem auðurin er fyrir.

Þangað stundar barn, sem það finnur sinn líka.

Þann er gott að fræða, sem sjálfur vill læra.

Þann er hægt að lokka sem sjálfur vill dansa.

Þar sem hugvit er á reiðum höndum, ætti góð greind að vera nærri.

Þar sem höggormurinn er, finnst líka gull.

Þar sem kærleikurinn hefur fastar rætur, lætur guð rósina spretta.

Þar sem vínið fer inn, sleppur skynsemin út.

Þar æpir hvert stráið til annars, sem þunnskipað er.

Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin.

Þá er hver blíður er hann biður.

Þá er landmaður í veði, ef eyjamaður bregst.

Þá verður eik að fága er undir skal búa.

Þegar ein báran rís, er önnur vís.

Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.

Þegar kötturinn er úti, leika mýsnar inni.

Þegar matarlystin skipar fyrir, borgar vasinn.

Þegar slökkt er á kertum, eru allar konur fagrar.

Þeim skal duga, sem þörf er meiri.

Þeir eru ríkir sem eiga vini.

Þeir fá sem fyrstir koma.

Þeim ferst ekki að grýta sem í glerhúsi búa.

Þeir fiska sem róa.

Þeir gusa mest, sem grynnst vaða

Þeir mega hafa fatta fætur, sem fallegar eiga dætur.

Þeir segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð.

Þeir sletta skyrinu sem eiga það.

Þekkist sérhver af sínum verkum.

Þess minnast fingur, sem forðum unnu.

Þitt tækifæri er komið, það er í dag.

Þjóð veit þá þrír vita.

Þolinmæðin er beisk, en ávextir hennar sætir.

Þó að þú verður öreigi, ertu jafngóður eftir sem áður.

Þótt hundurinn gelti að tunglinu, gleypir hann það ei.

Þræll einn þegar hefnist en argur aldrei.

Þunnt er það blóð sem ekki er þykkra en vatn.

Þurrlyndi er oft ranglega álitið sem stórmennska en feimni sem fáviska.

Því er illa sóað, sem of vel er geymt.

Þögn er visku tákn en mælgi heimsku mark.

Þögn er vissari en sögn, þegar óvinir okkar heyra til.

Þögnina lærir maður jafnan af þeim sem eru málgefnir.

Þögull skyldi beggja vin og báðum trúa.Málshættir Æ-Ö

Æðsti rétturinn er oft mesti órétturinn.

Æskuástir eu dýrt tómstundagaman.

Æskan er rósabeður ? ellin þyrnikóróna.

Æskunnar dáð ellinar ráð.

Æ sér gjöf til gjalda

Ætíð dregur nokkuð til þess er verða vill.

Ætla skal borð fyrir báru.

 

Öfundin á sér enga frídaga.

Öfundin er sjúkdómur nágrannans.

Öll él birtir upp um síðir.

Öll él hafa rof.

Öllu gamin fylgir nokkur alvara.

Öllum trúa ekki er gott, engum hálfu verra.

Örlátur auðlaus er sem kappi vopnlaus.

 

 

 

 

 

 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434242
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:25:51