Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.02.2021 22:16

Öxney

Öxney

Báturinn var fullsmíðaður árið 2016.  Báturinn er 5,85 m. að lengd, 2,02 m. á breidd og 0,93 m. á dýpt.  Í honum er 30 ha. Yanmar vél.  Báturin er smíðaður úr furu og eik og er með utanáliggjandi stýri. Eigandi bátsins er Sturla Jóhannesson frá Öxney á Breiðafirði.  Bátinn hyggst Sturla nota við hefðbundnar hlunnindanytjar við Breiðafjörð.


Byggingasaga þessa báts er um margt sérstök.

Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) hefur staði fyrir námskeiðahaldi í gerð súðbyrðinga í samvinnu við Iðu fræðslusetur. Tilgangur námskeiðanna er að viðhalda þekkingu í gerð og vinnubrögðum við smíði slíkra báta sem hafa verið smíðaðir allt frá landnámi og byggja á smíðahefð víkingaskipanna. 

Hafliði Már Aðalsteinsson skipasmíðameistari frá Hvallátrum á Breiðafirði og Eggert Björnsson bátasmiður hafa annast kennslu á námskeiðunum.

Í byrjun árs 2012 hannaði Hafliði og teiknaði bát sem er byggður á hefðbundnum breiðfiskum hlunnindabátum en aðeins breiðari og dýpri en þeir voru.  

Hafliði notaði síðan hönnunina á 6 námskeiðum sem haldin voru frá því í febrúar árið 2012 og fram í mars 2013. Alls tóku um 50 menn þátt í námskeiðunum. Lagður var kjölur að bátnum og hann síðan fullbyrtur og sett í hann 4 bönd. 

Síðan hefur ekkert verið unnið í bátnum þangað til í vetur (2016) að Hafliði og Eggert tóku sig til og kláruðu að smíða bátinn og setja niður vélbúnað og fullgera hann.


Ráðgert er að sjósetja nýjan súðbyrtan bát í Kópavogshöfn á laugardaginn 7. maí 2016 nk.

Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og hefur gefið honum nafnið Öxney.

Heimild: Bátasmíði.is Nýr súðbyrðingur sjósettur (batasmidi.is)


Öxney á fullri ferð í Stykkishólmi, Sturla við stýrið, 11.ágúst 2018.  Ljósmynd: Ríkarður Ríkarðsson

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434323
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:59:27