Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

06.05.2011 13:58

6190 Frosti HF 320


6190 Frosti HF 320, Hafnarfjörður 05. maí 2011

Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Viðar Sæmundsson.  Lengd 9,35,00 m, Breidd 2,83 m, Dýpt 1,57 m, Brúttótonn 7,36

Sjósettur um páska 1981.  Viðar fiskaði um 40 tonn fyrsta mánuðinn. Aðspurður vildi Viðar gera frekar lítið úr fiskiríinu, en jú jú, hann hafi fiskað þokkalega fyrstu vertíðina.

Í upphafi var Volvo Penta vél í bátnum.  Vélin hafi ekki virkað sem skildi og skipti Viðar um vél og var sett í bátinn önnur Volvo Penta vél, 63 ha. Árg. 0-1985.  Sú vél er ennþá í bátnum í dag og slær ekki feilpúst.  Þá skildist mér á Ragnari, næsta eiganda, að Viðar hafi skipt um olíutank í bátnum rétt áður en hann keypti bátinn.


Ragnar Hjaltason í Hafnarfirði kaupir bátinn um 1991.  Ragnar kvaðst ekki hafa gert neinar stórar breytingar á bátnum.  Það hafi verið eðlilegt viðhald, borið á bátinn og málað.  Lét einu sinni sauma hann upp, skipti um lunningar, setti radar í bátinn.  Þetta hafi verið rétt fyrir aldamótin síðustu, líklega um 1998 taldi Ragnar.  Ragnar kvaðst hafa gert bátinn úr á þorskanet og róið norður í Bugt.  Þá hafi hann verið á grásleppu og ýsu svo eitthvað sé nefnt.  Þetta sé hörku sjóbátur.


Ragnar kvaðst hafa selt bátinn til Ágústar Hinrikssonar.  Ragnari fannst Ágúst ekki hugsa nógu vel um Frosta og hafi báturinn svolítið drabbast niður. 


Hugarró ehf kaupir bátinn 2010, í enda sumars og er eigandi bátsins í dag.  Eigandi Hugarró ehf er Ástgeir Finnsson.  Ástgeir er nýbúinn að setja Frosta á flot eftir endurbætur.  Hann kvað Frosta hafa verið frekar sjúskaðan enda búinn að vera á landi nokkuð lengi.  Báturinn farinn að þorna.  Ástgeir kvaðst hafa þurft að skipta um lunningar og öldustokk.  Skrokkurinn hafi sloppið nokkuð vel, þurfti aðallega að komast á flot til að þéttast aftur.  Ástgeir kvaðst ætla að nota bátinn til veiða, en hann færi ekki af stað fyrr en báturinn væri orðinn klár, allt komið í lag.  Hann kvaðst aðeins hafa prófað að sigla bátnum eftir að hann setti á flot og kvaðst hann ánægður með útkomuna.


Þess má gera í framhaldi af þessu að Eyjólfur Einarsson smíðaði strax á eftir Frosta annan bát, eins og Frosta nema lítið eitt lengri.  Þessi bátur heitir Fróði og er nú í lagfæringu við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði.  Næsta verkefni hjá mér......................?

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153104
Samtals gestir: 236998
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 02:09:06